Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá norska félaginu Kristiansund í sóknarmanninn Brynjólf Andersen Willumsson.  Þetta kemur fram í Dr. Football í dag. 
Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Breiðablik hefði hafnað tilboði frá Kristiansund í Brynjólf en nú hafa félögin náð saman. Brynjólfur á sjálfur eftir að semja við Kristiansund.
Kristiansund endaði í 5. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Að sögn Dr. Football hefur sænska félagið Hammarby einnig áhuga á að fá Brynjólf.
                
                                    Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Breiðablik hefði hafnað tilboði frá Kristiansund í Brynjólf en nú hafa félögin náð saman. Brynjólfur á sjálfur eftir að semja við Kristiansund.
Kristiansund endaði í 5. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Að sögn Dr. Football hefur sænska félagið Hammarby einnig áhuga á að fá Brynjólf.
Hinn tvítugi Brynjólfur hefur skorað sjö mörk í 41 leik í Pepsi Max-deildinni á ferli sínum með Breiðabliki.
Brynjólfur á einnig að baki tólf leiki með U21 árs landsliði Íslands sem er á leiðinni í lokakeppni EM í lok næsta mánaðar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
