Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 05. apríl 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Guler hefur bætt á sig átta kílóum í lyftingarsalnum
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: Getty Images
Arda Guler hefur ekki látið mikið að sér kveða hjá Real Madrid síðan hann gekk í raðir félagsins frá Fenerbahce síðasta sumar. Þessi nítján ára sóknarmiðjumaður er að leggja mikið á sig til að færast ofar í goggunarröðina.

Guler hefur ekki fengið lítinn spiltíma og ljóst að stjórinn Carlo Ancelotti ætlar að koma honum inn í mjög hægu ferli.

Guler hefur verið duglegur að bæta við sig vöðvamassa í lyftingarsalnum. Hann ku hafa lagt áherslu á að styrkja neðri helming líkamans, sérstaklega hnén.

Hann hefur þyngst úr 62 kílóum í 70 og segja spænskir fjölmiðlar að það hafi verið ráðlegging frá Ancelotti og hans teymi að hann þyrfti að styrkja sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner