Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. maí 2021 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lehmann rekinn frá Herthu Berlin - Sendi rasísk skilaboð
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins.
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins.
Mynd: EPA
Aogo lék með Freiburg, Hamburger, Schalke, Stuttgart og Hannover á sínum ferli. Hann hætti eftir siðasta tímabil.
Aogo lék með Freiburg, Hamburger, Schalke, Stuttgart og Hannover á sínum ferli. Hann hætti eftir siðasta tímabil.
Mynd: Getty Images
Jens Lehmann hefur verið rekinn frá Herthu Berlin eftir að hafa óvart sent rasísk skilaboð til sérfræðings á WhatsApp.

Dennis Aogo var sérfræðingur Sky Germany í kringum leik City og PSG. Lehmann ætlaði sennilega að spyrja einhvern annan en hann sendi á Aogo hvort hann væri í setti af því hann væri dökkur á hörund og því fylgdi aukið áhorf. Lehmann hefur einnig verið sérfræðingur hjá Sky í gegnum tíðina.

„Ist dennis eigentlich euer qotenschwarzer?" skrifaði Lehmann og sendi Aogo. Aogo tók skjáskot af þessum ummælum og birti á Instagram.

„Er þér alvara? Þessi skilaboð áttu sennilega ekki að fara til mín," skrifaði Aogo við færsluna.

Aogo birti skjáskotið eftir leikinn í gærkvöldi. Lehmann baðst afsökunar í morgun og skrifaði á Twitter:

„Ég bað Dennis afsökunar á þessum skilaboðum. Hann er frábær sérfræðingur og nálgast hlutina vel og hjálpar Sky að ná inn áhorfi."

Lehmann tjáði sig svo við Bild í Þýskalandi: „Ég er búinn að ræða við Dennis og bað hann um að fyrirgefa mér ef orð mín særðu. Þetta átti ekki að koma svona út, þetta átti að koma út sem hrós. Ég orðaði þetta illa og kom þessu illa frá mér."

Lehmann hefur verið sérstakur eftirlitsaðili eða ráðgjafi hjá Herthu en hefur samkvæmt heimildum Bild verið látinn fara úr því starfi í kjölfar skilaboðanna í gær.


Athugasemdir
banner
banner