mið 05. júní 2019 12:55
Arnar Daði Arnarsson
Stjórnarmaður Hauka: Hvaða andskotans grín er þessi aganefnd?
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Jónas Ásgeirsson sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Hauka og er einn af þjálfurum varaliðs Hauka í 4. deildinni KÁ fullyrðir á Twitter að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sé ekki búið að óska eftir neinum gögnum frá Haukum í máli Björgvin Stefánssonar sóknarmanns KR.

Björgvin er leikmaður KR en lét ósæmileg orð falla þegar hann lýsti leik fyrir uppeldisfélag sitt, Hauka, í netútsendingu á HaukarTV frá leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deildinni í maí mánuði

„Hvaða andskotans grín er þessi aganefnd? Takið bara helvítis ákvörðun. Hvaða helvítis vinnubrögð er að láta þetta hanga yfir mönnum svo vikum skiptir. Búnir að skýla sér bak við eitthverja afsökun um að safna gögnum en hafa samt ekki óskað eftir neinu frá Haukum að minnsta kosti. Veit það frá fyrstu hendi. Takið bara ákvörðun og birtið hana," skrifar Þórarinn Jónas á Twitter síðu sína.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum," sagði Björgvin í útsendingunni og var þá að tala um miðjumann Þróttar, Archange Nkumu.

Björgvin baðst afsökunar á ummælum sínum strax í kjölfarið á Twitter og í kjölfarið kom afsökunarbeiðni bæði frá Haukum og KR.

Enn er beðið eftir niðurstöðu í málinu. Búið var að gefa það út að niðurstaða í málinu myndi liggja fyrir í hádeginu í dag en nú er ljóst að niðurstaðan verður ekki birt fyrr en í fyrsta lagi í þessari viku.










Athugasemdir
banner
banner
banner