Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið og leikmaður 5. umferðar - Sigurjón Daði bestur
Lengjudeildin
watermark Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis.
Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmenn voru að skora nokkuð hátt í hjá fréttamönnum Fótbolta.net í 5. umferð Lengjudeildarinnar. Því er stillt upp í 5-3-2 í liði umferðarinnar að þessu sinni.

Leikmaður umferðarinnar:
Sigurjón Daði Harðarson
Leikmaður umferðarinnar er þá Sigurjón Daði Harðarson, markvörður Fjölnis. Sigurjón Daði sýndi magnaða frammistöðu í 1-2 sigri Fjölnis á ÍA, en með því að smella hérna er hægt að sjá heimsklassa vörslu sem hann tók í leiknum.Ásamt Sigurjóni þá er Hans Viktor Guðmundsson fulltrúi Fjölnis í liðinu.

Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Aftureldingu til 0-3 sigurs gegn Grindavík á útivelli. Aron Elí Sævarsson var maður leiksins og Gunnar Bergmann Sigmarsson átti einnig góðan leik.

Þrír Gróttumenn eru í liðinu eftir 5-1 sigur á Leikni. Sigurður Steinar Björnsson var besti maður vallarins og Pétur Theodór Árnason gerði tvö mörk. Grímur Ingi Jakobsson átti einnig góðan leik.

Fannar Daði Malmquist Gíslason var maður leiksins í 3-1 sigri Ægis á Þór og Vilhelm Ottó Biering Ottóson átti einnig mjög góðan leik.

Þá var Denis Yaldir besti maður vallarins í sigri Vestra á Njarðvík og Adrian Sanchez maður leiksins í sigri Selfoss á gegn Þrótti.

Lið umferðarinnar:
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Athugasemdir
banner
banner