Einnig áhugi erlendis

Berglind Rós Ágústsdóttir er mögulega heimleið og gæti spilað í Bestu deildinni seinni hluta tímabilsins. Fótbolti.net sagði fyrst frá þessu í apríl.
Berglind gekk í raðir Sporting de Huelva á Spáni í janúar eftir að hafa í tvö tímabil á undan leikið með Örebro í Svíþjóð. Hún spilaði 13 leiki á tímabilinu sem er núna búið og skoraði eitt mark.
Í viðtali í janúar sagði Berglind, sem getur spilað flestar stöður á vellinum, að samningurinn væri út tímabilið og svo yrði staðan tekin með framhaldið.
Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net sem er með góð tengsl inn í kvennaboltann, segir frá því á Twitter sé bæði með samningstilboð frá Breiðabliki og Val, en hún er uppalin hjá síðarnefnda félaginu.
Hann segir jafnframt að Brann, sem er eitt besta liðið í Noregi, hafi áhuga á Berglindi.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist en mál hennar munu eflaust koma í ljós á næstu vikum.
Berglind, sem er 27 ára, á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Ísland.
Berglind Rós Ágústsdóttir er með samningstilboð frá bæði Val og Breiðablik????????. Brann í Noregi???????? hefur einnig áhuga á að fá hana í sínar raðir. Allar líkur samt á því að hún spili á Íslandi í sumar. #fotboltinet pic.twitter.com/udodEOoO1m
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 4, 2023
Athugasemdir