„Þetta stig gefur voða lítið, við þurfum að vinna fótboltaleiki," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir jafntefli við Val í Reykjavíkurslag í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Valur
„Auðvitað er ánægjulegt að fá stig á móti Val en eins og þessi leikur spilaðist áttum við að taka þrjú stig. Við vorum betri aðilinn lengstan hluta leiksins."
„Við gefum markið í lok fyrri hálfleiks, þvílíkur klaufaskapur og asnaskapur í okkur. Þetta er búið að fylgja okkur í sumar, við erum búnir að gera of mörg mistök - líka fyrir framan mistök fyrir mörk andstæðinganna. Við teljum okkur í rauninni að eiga vera með fleiri stig ef við hefðum nýtt færin betur. En það þýðir ekki að segja það bara," segir Rúnar.
KR-ingar eru aðeins þremur stigum frá fallsæti, en samt segir Rúnar:
„Við erum á pari við bestu liðin og við sýnum það í dag. Við erum á pari en við náum ekki að klára þessa leiki. Það er nóg eftir af mótinu og við verðum að bæta okkar leik og kannski styrkja leikmannahópinn á einhvern hátt. Við þurfum að nýta færin okkar."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















