Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 05. júlí 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson sankar að sér gullhönskum
Geggjaður markvörður.
Geggjaður markvörður.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Liverpool, er nú þegar búinn að tryggja sér gullhanskann í Suður-Ameríku bikarnum, Copa America.

Alisson er búinn að halda hreinu í fyrstu fimm leikjum Brasilíu á mótinu og mun Brasilía spila í úrslitum mótsins gegn Perú á sunnudagskvöld. Brasilía er að reyna að vinna Copa America í fyrsta síðan 2007.

Alisson, sem er 26 ára, átti frábært fyrsta tímabil með Liverpool og vann hann gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt 21 sinni hreinu í deildinni í vetur.

Hann hélt einnig sex sinnum hreinu í Meistaradeildinni, keppni sem Liverpool vann. Hann hélt oftast hreinu í þeirri keppni ásamt Marc Andre ter Stegen, markverði Barcelona.

Hann er búinn að halda hreinu í níu leikjum í röð.

Eftir 2-0 sigur á Argentínu í vikunni var Alisson spurður út í Ballon d'Or, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi ár hvert.

„Ég er bara markvörður," sagði Alisson þá.





Athugasemdir
banner
banner
banner