Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. júlí 2019 11:53
Elvar Geir Magnússon
De Jong: Var draumur minn að spila fyrir Barcelona
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong hefur brosað í allan dag en hann stóðst læknisskoðun hjá Barcelona í morgun og var svo formlega kynntur sem leikmaður Spánarmeistarana í kjölfarið.

Í viðtali segist þessi 22 ára hollenski miðjumaður, sem kemur frá Ajax, vera að upplifa æskudrauminn sinn með því að verða leikmaður Börsunga.

Barcelona tryggði sér De Jong í janúar og borgar 67 milljónir punda fyrir leikmanninn. De Jong lék 89 leiki fyrir Ajax eftir að hann kom frá Willem II 2015. Hann hefur leikið sjö landsleiki fyrir Holland.

Sjá einnig:
Ajax þakkar De Jong fyrir á nýstárlegan hátt


Athugasemdir
banner
banner
banner