Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Robben: Hjartað segir já en líkaminn nei
Robben í leik á Laugardalsvelli.
Robben í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er án efa erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferli mínum," sagði Arjen Robben í gær þegar hann tilkynnti að skórnir séu farnir upp á hillu.

Hinn 35 ára gamli Robben var að ljúka tíu ára ferli hjá Bayern Munchen og hefur ákveðið að hætta í fótbolta.

„Hjarta mitt segir já en líkaminn segir nei," sagði Robben en hann var mikið meiddur á síðasta tímabili.

„Þetta er ákvörðun þar sem hjartað og hugurinn rekast á. Sannleikurinn er sá að hlutirnir eru ekki eins og þegar ég var 16 ára."

Félagsliðaferill Robben í tölum
2000-2002 Groningen (12 mörk í 52 leikjum)
2002-2004 PSV Eindhoven (13 mörk í 65 leikjum)
2004-2007 Chelsea (19 mörk í 106 leikjum)
2007-2009 Real Madrid (13 mörk í 65 leikjum)
2009-2019 Bayern Munchen (144 mörk í 309 leikjum)

Þýskur meistari - 8
Enskur meistari - 2
Spænskur meistari - 1
Hollenskur meistari - 1
Meistaradeildin - 1 (2012/2013)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner