Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 05. júlí 2020 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn. Við sköpuðum mikið af færum," sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli á móti KA á Akureyri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

„Við spiluðum vel og létum ekki ömulega undirlagið á þessum velli taka stjórnina. Ég er ofboðslega stoltur af mínum mönnum að hafa náð að spila eins og við spiluðum í þessum leik."

Óskar var spurður út í ástands Greifavöllsins og hvort þetta væri boðlegt fyrir efstu deild.

„Þú veist svarið við því. Þú mátt bara skrifa það sem þú skrifar en þú veist svarið."

Breiðablik voru síógnandi í leiknum og áttu líklega að vera búnir að skora fleiri.

„Við vorum að búa til fullt af færum og höfðum auðvitað á að nýta eitthvað af þeim. En eftir stendur að við komum á einn erfiðasta útivöll landsins og stjórnum leiknum nánast frá upphafi. Gleymum því ekki líka að það eru 12 dagar síðan KA spilaði síðast leik og við höfum spilað tvo leiki í millitíðinni. Þeir komu úthvíldir en samt eru þeir að fá krampa í lok leiksins."

Tveir vítadómar litu dagsins ljós í uppbótatíma. Eitt á hvort lið.

„Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta. Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag, ekki frekar en í leikjunum í gær og það er ákveðið áhyggjuefni hvað dómarar eru hægir upp úr Covid fríinu."

Breiðablik mætir FH í næstu umferð.

„Þetta eru 22 próf. Það er ekkert auðveldara að mæta FH á heimavelli heldur en KA á útivelli. FH er með fínt lið. Þeir eru líka búnir að fá langan tíma til að hvíla sig þannig við mætum þeim úthvíldum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner