Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   sun 05. júlí 2020 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn. Við sköpuðum mikið af færum," sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli á móti KA á Akureyri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

„Við spiluðum vel og létum ekki ömulega undirlagið á þessum velli taka stjórnina. Ég er ofboðslega stoltur af mínum mönnum að hafa náð að spila eins og við spiluðum í þessum leik."

Óskar var spurður út í ástands Greifavöllsins og hvort þetta væri boðlegt fyrir efstu deild.

„Þú veist svarið við því. Þú mátt bara skrifa það sem þú skrifar en þú veist svarið."

Breiðablik voru síógnandi í leiknum og áttu líklega að vera búnir að skora fleiri.

„Við vorum að búa til fullt af færum og höfðum auðvitað á að nýta eitthvað af þeim. En eftir stendur að við komum á einn erfiðasta útivöll landsins og stjórnum leiknum nánast frá upphafi. Gleymum því ekki líka að það eru 12 dagar síðan KA spilaði síðast leik og við höfum spilað tvo leiki í millitíðinni. Þeir komu úthvíldir en samt eru þeir að fá krampa í lok leiksins."

Tveir vítadómar litu dagsins ljós í uppbótatíma. Eitt á hvort lið.

„Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta. Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag, ekki frekar en í leikjunum í gær og það er ákveðið áhyggjuefni hvað dómarar eru hægir upp úr Covid fríinu."

Breiðablik mætir FH í næstu umferð.

„Þetta eru 22 próf. Það er ekkert auðveldara að mæta FH á heimavelli heldur en KA á útivelli. FH er með fínt lið. Þeir eru líka búnir að fá langan tíma til að hvíla sig þannig við mætum þeim úthvíldum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner