Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 05. júlí 2020 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn. Við sköpuðum mikið af færum," sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli á móti KA á Akureyri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

„Við spiluðum vel og létum ekki ömulega undirlagið á þessum velli taka stjórnina. Ég er ofboðslega stoltur af mínum mönnum að hafa náð að spila eins og við spiluðum í þessum leik."

Óskar var spurður út í ástands Greifavöllsins og hvort þetta væri boðlegt fyrir efstu deild.

„Þú veist svarið við því. Þú mátt bara skrifa það sem þú skrifar en þú veist svarið."

Breiðablik voru síógnandi í leiknum og áttu líklega að vera búnir að skora fleiri.

„Við vorum að búa til fullt af færum og höfðum auðvitað á að nýta eitthvað af þeim. En eftir stendur að við komum á einn erfiðasta útivöll landsins og stjórnum leiknum nánast frá upphafi. Gleymum því ekki líka að það eru 12 dagar síðan KA spilaði síðast leik og við höfum spilað tvo leiki í millitíðinni. Þeir komu úthvíldir en samt eru þeir að fá krampa í lok leiksins."

Tveir vítadómar litu dagsins ljós í uppbótatíma. Eitt á hvort lið.

„Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta. Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag, ekki frekar en í leikjunum í gær og það er ákveðið áhyggjuefni hvað dómarar eru hægir upp úr Covid fríinu."

Breiðablik mætir FH í næstu umferð.

„Þetta eru 22 próf. Það er ekkert auðveldara að mæta FH á heimavelli heldur en KA á útivelli. FH er með fínt lið. Þeir eru líka búnir að fá langan tíma til að hvíla sig þannig við mætum þeim úthvíldum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner