Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 05. júlí 2020 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn. Við sköpuðum mikið af færum," sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli á móti KA á Akureyri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

„Við spiluðum vel og létum ekki ömulega undirlagið á þessum velli taka stjórnina. Ég er ofboðslega stoltur af mínum mönnum að hafa náð að spila eins og við spiluðum í þessum leik."

Óskar var spurður út í ástands Greifavöllsins og hvort þetta væri boðlegt fyrir efstu deild.

„Þú veist svarið við því. Þú mátt bara skrifa það sem þú skrifar en þú veist svarið."

Breiðablik voru síógnandi í leiknum og áttu líklega að vera búnir að skora fleiri.

„Við vorum að búa til fullt af færum og höfðum auðvitað á að nýta eitthvað af þeim. En eftir stendur að við komum á einn erfiðasta útivöll landsins og stjórnum leiknum nánast frá upphafi. Gleymum því ekki líka að það eru 12 dagar síðan KA spilaði síðast leik og við höfum spilað tvo leiki í millitíðinni. Þeir komu úthvíldir en samt eru þeir að fá krampa í lok leiksins."

Tveir vítadómar litu dagsins ljós í uppbótatíma. Eitt á hvort lið.

„Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta. Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag, ekki frekar en í leikjunum í gær og það er ákveðið áhyggjuefni hvað dómarar eru hægir upp úr Covid fríinu."

Breiðablik mætir FH í næstu umferð.

„Þetta eru 22 próf. Það er ekkert auðveldara að mæta FH á heimavelli heldur en KA á útivelli. FH er með fínt lið. Þeir eru líka búnir að fá langan tíma til að hvíla sig þannig við mætum þeim úthvíldum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner