Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. ágúst 2021 09:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barbára Sól til Bröndby (Staðfest) - Lætur drauminn rætast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Bröndby frá Selfossi að láni fram að áramótum. Bröndby hefur svo forkaupsrétt í kjölfarið.

Bröndby endaði í 2. sæti dönsku deildarinnar í fyrra og verður í Meistaradeildinni í vetur. Fyrsti leikur Bröndby á þessu tímabili er á morgun gegn Kolding.

Barbára var nálægt því að ganga í raðir Celtic í vetur en fór ekki vegna þess að hlé var á deildinni í Skotlandi vegna faraldursins.

Barbára er tvítug og spilar oftast í bakverði en getur einnig spilað á kantinu. Hún var spurð út í drauma um atvinnumennsku í viðtali á síðasta ári.

„Ég á mér draum að komast í atvinnumennsku og mig hefur langað að komast þangað síðan ég var lítil," sagði Barbára við Fótbolta.net í fyrra.

Hún var aftur spurð út í atvinnumennsku í viðtali í sumar. „Auðvitað langar mig alltaf að komast á hærra level og fá aðra og stærri áskorun."

Hún spilaði sína fyrstu leiki árið 2016 með meistaraflokki Selfoss og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hún lék þá sína fyrstu landsleiki á síðasta ári.

Sjá einnig:
Barbára: Dreymt um atvinnumennsku frá því ég var lítil
Celtic, landsliðsdraumurinn og kartöflur - „Langar að komast á hærra level"
Athugasemdir
banner
banner
banner