Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. ágúst 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Romero stóðst fyrri hluta læknisskoðunar hjá Tottenham
Christian Romero er á leið til Tottenham
Christian Romero er á leið til Tottenham
Mynd: EPA
Argentínski varnarmaðurinn Christian Romero stóðst fyrri hluta læknisskoðunar hjá Tottenham Hotspur í gærkvöldi en sá hluti fór fram á Ítalíu.

Tottenham komst að samkomulagi við Atalanta um kaup á Romero á dögunum en enska félagið greiðir 45 milljónir punda fyrir hann.

Atalanta heimilaði félagaskiptin eftir að það fann arftaka Romero en Merih Demiral, varnarmaður Juventus, fyllir skarð hans.

Romero lauk fyrri hluta læknisskoðunar á Ítalíu í gær og mun fljúga til Englands í dag og gangast undir síðari hlutann áður en hann skrifar undir fimm ára samning við Tottenham.

Þetta gæti þýtt að Japhet Tanganga fer frá Tottenham á láni en tyrkneska félagið Galatasaray hefur þegar lagt fram lánstilboð í hann og nú er það undir enska varnarmanninum komið hvort hann vilji fara þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner