Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. ágúst 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Eddie Howe gerir langtímasamning við Newcastle
Mynd: Getty Images
Eddie Howe hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Newcastle. Hann tók við liðinu á síðasta tímabili þegar það var í fallbaráttu en náði að hífa það upp í ellefta sæti.

„Það er góð tilfinning að skrifa undir nýjan samning við þetta magnaða félag. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera stjóri Newcastle United og hef notið hverrar stundar hérna," segir Howe.

Það hefur komið mörgum á óvart að Newcastle hafi ekki boðið upp á meiri 'flugeldasýningu' á leikmannamarkaðnum síðan Sádi-Arabarnir keyptu félagið. Leikmannastyrkingarnar hafa verið teknar af meiri skynsemi en spáð var.

Newcastle tilgreinir ekki hversu langur samningurinn er nákvæmlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner