Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 05. ágúst 2022 16:30
Fótbolti.net
Tveir Keflvíkingar taka út leikbann í Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna sjö áminninga í Bestu deildinni.

Sjöundu áminningu sína fékk Rúnar í leik ÍBV og Keflavíkur. Í ljós kom að áminning Rúnars á 67. mínútu hafði ekki verið skráð í skýrslu leiksins.

Dómari leiksins og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafa nú staðfest að Rúnar fékk gult spjald og hefur leikskýrslu því verið breytt til samræmis.

Rúnar verður því í leikbanni á mánudag þegar Keflavík heimsækir Leikni í Breiðholtinu. Samherji hans, miðjumaðurinn Ernir Bjarnason, tekur einnig út bann í þeim leik vegna uppsafnaðra áminninga.

Keflavík er í sjöunda sæti Bestu deildarinnar en Leiknir er í fallsæti, því ellefta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner