„Það var fínt að spila í dag og gera sitt fyrir liðið," sagði Jón Daði Böðvarsson eftir 2-0 sigurinn á Úkraínu í kvöld.
Jón Daði lét finna fyrir sér í kvöld en hann kom inn í byrjunarliðið á nýjan leik.
Jón Daði lagði meðal annars upp annað markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.
Jón Daði lét finna fyrir sér í kvöld en hann kom inn í byrjunarliðið á nýjan leik.
Jón Daði lagði meðal annars upp annað markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Úkraína
„Ég er búinn að vera æstur í að byrja. Þú vilt aldrei vera á bekknum. Ég reyni að grípa tækifærið eins vel og ég get. Fyrst og fremst vil ég gera eins vel og ég get fyrir liðið og ná í mikilvægan sigur."
„Maður þarf að vera aggressívur í landsliðinu, hlaupa endalaust og strekkja á vörninni þeirra til að búa til pláss fyrir lykilmenn eins og Gylfa og aðra. Það gekk mjög vel í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















