Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 13:01
Magnús Már Einarsson
Man Utd kaupir Traore á 27 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur náð samkomulagi við ítalska félagið Atalanta um kaup á kantmanninum efnilega Amad Traore.

Kaupverðið hljóðar upp á 30 milljónir evra eða 27,2 milljónir punda auk þess sem bónusgreiðslur gætu bæst við.

Hinn 18 ára gamli Traore var á leið til Parma á láni áður en Manchester United stökk inn í málið í morgun.

Líklegt er að Traore gangi formlega til liðs við Manchester United þegar hann verður kominn með atvinnuleyfi á Englandi.

„,Hann er framtíðar stjarna. Treystið mér. Á æfingum spilar hann eins og Messi! Þú getur ekki stoppað hann. Hann er ótrúlegur og varnarmenn okkar eru í miklum vandræðum þegar Traore er inn á. Hann er stórkostlegur," sagði Papu Gómez framherjia Atalanta um leikmanninn á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner