Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 12:30
Fótbolti.net
Efnilegust 2020: Hvert fer hún í framtíðinni?
Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Heimavöllurinn birti í dag uppgjörsþátt fyrir Pepsi Max-deild kvenna í ár og þar voru ýmsar verðlaunaafhendingar.

Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hin 17 ára gamla Cecilia átti gott tímabil í Árbænum.

Á Heimavellinum var rætt hvort að Breiðablik eða Valur gæti reynt að fá Cecilu í sínar raðir.

„Er ekki Valur búin að reyna að fá hana?" sagði Hulda Mýrdal.

„Ef ég væri Cecilia myndi ég kíkja eitthvað út með Sveindísi (Jane Jónsdóttur)," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Meiri umræða var um framtíð Ceciliu í þættinum en þáttastjórnendur eru sammála um að hún muni líklega spila erlendis í framtíðinni.

Sjá einnig:
Lið ársins 2020
Heimavöllurinn - Risa uppgjör á Maxinu, fimm vanmetnar og sú besta skeindi deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner