Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. desember 2022 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar í hóp með Ronaldo og Pele
Ronaldo
Ronaldo
Mynd: Getty Images

Brasilía er nokkuð öruggt áfram í 8 liða úrslit á HM en þegar rúmar 20 mínútur eru til leiksloka gegn Suður Kóreu er staðan 4-0.


Neymar hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en hann kom beint inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik. Vinicius Junior kom Brasilíu yfir en Neymar tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu.

Þetta er þriðja heimsmeistaramótið sem Neymar skorar á en aðeins tveir aðrir Brasilíumenn hafa náð þeim áfanga.

Það eru ekkert lítil nöfn í sögunni en það eru þeir Ronaldo og Pele. Ronaldo skoraði 15 mörk á sínum ferli í 19 leikjum á HM en Pele skoraði 12 mörk í 14 leikjum. Neymar er kominn með 7 mörk í 12 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner