Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. desember 2022 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæunn skiptir alfarið í Þrótt (Staðfest)
Sæunn í leik með Þrótti.
Sæunn í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæunn Björnsdóttir, sem lék með Þrótti á láni frá Haukum síðasta sumar, hefur ákveðið að skipta alfarið í Þrótt. Þetta staðfesti þjálfari liðsins Nik Chamberlain við Fótbolta.net.

Hún var samningsbundin Haukum út næsta tímabil en samningur hennar var ógildur eftir fall Hauka í 2. deild.

Sæunn, sem er fædd árið 2001, er kraftmikill miðjumaður með mikla reynslu úr efstu deild með Haukum, Fylki og nú síðast Þrótti.

Þróttur endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og skoraði Sæunn tvö mörk í leikjunum átján.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner