Lionel Messi leikmaður Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum opnaði sig um ákvörðunina að fara til Bandaríkjana í viðtali hjá TIME.
Messi vildi eindregið fara aftur til Barcelona eftir að hann yfirgaf PSG en það gekk ekki upp að lokum.
„Sannleikurinn er sá að það voru nokkur tilboð á borðinu sem voru áhugaverð, ég þurfti að fara yfir þau og hugsa þetta, fara yfir þetta mað fjölskyldunni áður en ég tók þá ákvörðun að koma til Miami. Mitt fyrsta val var að fara aftur til Barcelona en það var ekki hægt. Ég reyndi að fara aftur en það gerðist ekki," sagði Messi.
Messi sagði að valið hafi staðið á milli MLS og Sádí-Arabíu að lokum.
„Það er líka rétt að ég íhugaði lengi að fara til Sádí-Arabíu, ég þekki landið og þeir hafa búið til sterka keppni sem getur orðið stór deild í nánustu framtíð," sagði Messi.