Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 05. desember 2023 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van de Beek reynir að koma sér til Barcelona
Donny van de Beek er farinn að hugsa sér til hreyfings fyrir janúargluggann.

Þessi hollenski miðjumaður er ekki ofarlega í plönum Manchester United og hefur aldrei verið það frá því hann var keyptur frá Ajax fyriir nokkrum árum síðan.

Núna segir Sport á Spáni frá því að Van de Beek sé að reyna að koma sér til Barcelona.

Börsungar eru í leit að miðjumanni eftir að Gavi meiddist og gæti Van de Beek farið þangað á láni. Hann hefur einnig verið orðaður við Juventus.

Van de Beek hefur aðeins spilað 21 mínútu með Man Utd í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner