Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. febrúar 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tíu sem nálgast sinn fyrsta landsleik fyrir England
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Brandon Williams.
Brandon Williams.
Mynd: Getty Images
Næstu sex vikur eru gríðarlega mikilvægar fyrir þá leikmenn sem eru á barmi þess að vera í enska landsliðshópnum. Gareth Southgate á aðeins tvo leiki eftir áður en hann velur þá 23 sem keppa fyrir hönd Englands á EM 2020.

Guardian tók saman lista yfir tíu leikmenn sem vert er að gefa gaum þrátt fyrir að þeir hafi aldrei spilað landsleik fyrir Englandi.

Jack Grealish, Aston Villa
Það er mikil samkeppni um hans stöðu í hópnum en það er erfitt að horfa framhjá frammistöðu Grealish. Þessi fyrirliði Aston Villa hefur skapað 55 færi í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, miklu meira en nokkur annar landi hans. Það þegar hann spilar fyrir fallbaráttulið.

Aaron Ramsdale, Bournemouth
Nick Pope og Dean Henderson hafa átt frábært tímabil og því er enn erfiðara fyrir Ramsdale, sem er 21 árs, að brjóta sér leið í gegn. Ramsdale hefur þó átt flestar markvörslur af öllum enskum markvörðum á tímabilinu.

Dominic Calvert-Lewin, Everton
Kominn með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Vinnusemi hans og ógn úr föstum leikatriðum hlýtur að fá Southgate til að hugsa málið allavega.

Mason Greenwood, Manchester United
Það er ólíklegt að Greenwood komist í hópinn, líka í ljósi þess hversu heitur Danny Ings hefur verið að undanförnu. En Greenwood getur spilað úti á væng í þriggja manna sóknarlínu og það gæti aukið líkurnar. Þessi 18 ára leikmaður fær væntanlega fullt af mínútum til loka tímabils vegna meiðsla Marcus Rashford.

Phil Foden, Manchester City
Þessi 19 ára leikmaður væri líklega fastamaður í byrjunarliði nær allra annarra liða í ensku úrvalsdeildinni en óvíst er hvort hann muni fá nægilega margar mínútur til að heilla Southgate. Þá hefur England ansi marga kosti þegar kemur að sókndjörfum miðjumönnum,

Reece James, Chelsea
Þessi tvítugi leikmaður hefur tekist að vinna sér inn sæti í liði Chelsea og hlaup hans á hægri vængnum hafa vakið athygli. Var valinn í hægri bakvörðinn í lið mánaðarins fyrir janúar. Möguleg varaskeifa fyrir Trent Alexander-Arnold í enska landsliðinu.

Brandon Williams, Manchester United
England á slatta af hæfileikaríkum hægri bakvörðum en vinstra megin er breiddin ekki eins mikil. Williams hefur sýnt þroska og sjálfsöryggi og í fjórtán byrjunarliðsleikjum sínum fyrir United á þessu tímabili hefur liðið haldið átta sinnum hreinu og tapað aðeins tvisvar.

Mason Holgate, Everton
Fyrsti miðvörður á blað síðan Carlo Ancelotti tók við Everton. Holgate er óhræddur við að stíga upp úr öftustu línu og er kominn með þrjár stoðsendingar á tímabilinu.

Kalvin Phillips, Leeds United
Southgate er ekki hrifinn af því að velja leikmenn úr Championship-deildinni en kostirnir þegar kemur að varnartengiliðum eru ekki ýkja margir. Vondu fréttirnar fyrir Phillips eru þær að frammistaða hans á tímabilinu hefur dalað, rétt eins og hjá liðinu í heild.

Japhet Tanganga, Tottenham
Langskot en ef Tanganga heldur áfram að spila vel og heldur sæti sínu hjá Spurs þá er hann áhugaverður kostur. Þessi tvítugi leikmaður getur spilað í báðum bakvörðum og fengið hrós frá Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner