Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. febrúar 2023 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atsu fastur undir rústum eftir stóran jarðskjálfta - Birkir óhultur
Atsu í leik með Newcastle.
Atsu í leik með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Christian Atsu, fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle, er fastur undir rústum eftir stóran jarðskjálfta í Tyrklandi. Atsu er í dag á mála hjá Hatayspor þar í landi.

Jarðskjálfti 7,8 að stærð reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðna nótt og hrundi fjöldi húsa til grunna. Fram kemur á Guardian að það séu meira en 2300 staðfest dauðsföll í kjölfarið á þessum stóra jarðskjálfta.

Margir af liðsfélögum Atsu festust undir húsarústum en var svo bjargað. Atsu er þó enn týndur og óvíst er hvernig líðan hans er.

Taner Savut, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Hatayspor, er einnig týndur en það er verið að leita að þeim.

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason leikur með Adana Demirspor í Tyrklandi en hann greindi frá því í morgun að hann væri óhultur.
Athugasemdir
banner
banner