Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 06. febrúar 2023 10:46
Elvar Geir Magnússon
Enska úrvalsdeildin sakar Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur
Eftir rannsókn hefur enska úrvalsdeildin sakað Manchester City um að brjóta fjárhagsreglur. Um er að ræða brot á sem áttu sér stað milli 2009 og 2018.

Árið 2020 var City dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum en CAS, alþjóðlegi íþróttadómstóllinn, felldi bannið úr gildi. UEFA taldi að City hefði brotið Financial Fair Play reglurnar milli 2012 og 2016.

Sjálfstæð rannsóknarnefnd innan ensku úrvalsdeildarinnar telur að City hafi brotið reglur um að með heiðarlegum hætti eigi að gefa upp nákvæmar fjárhagsupplýsingar sem gefi rétta mynd af fjárhagsstöðu félagsins.

Þá er talið að brotnar hafi verið reglur um nákvæmar upplýsingar um laun knattspyrnustjóra, þar er talað um stjóratíð Roberto Mancini.

Félagið hefur enn ekki tjáð sig um tíðindin. Óháð nefnd mun fjalla um málið bak við luktar dyr en enginn tímarammi hefur verið gefinn út.

Á síðasta tímabili vann City sjötta enska úrvalsdeildartitil sinn síðan Abu Dhabi United Group eignaðist félagið 2008.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner