Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 06. mars 2016 14:56
Hafliði Breiðfjörð
Yngvi og Tryggvi: Ekki skorað 3 á skotæfingu einu sinni
Yngvi fagnar þriðja marki sínu í dag.
Yngvi fagnar þriðja marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yngvi Borgþórsson og Tryggvi Guðmundsson ræddu við Fótbolta.net eftir að hafa spilað með ÍBV í styrktarleik Abel Dhaira markmanns ÍBV sem glímir við krabbamein. Yngvi skoraði öll þrjú mörk ÍBV í 3-3 jafntefli en úrvalslið Pepsi-deildarinnar vann svo í vítaspyrnukeppni.

„Hann hefur ekki einu sinni skorað þrennu á skotæfingu," segir Tryggvi og Yngvi svarar: „Nei, og er orðinn 41 árs!"

Yngvi er orðinn þjálfari Einherja á Vopnafirði og nú þegar markaskorunin er komin á fullt er ljóst að enginn fer á mis við það í sumar.

„Þeir sömdu við mig sem leikmann og þjálfara," útskýrir Yngvi og þarna blanda sér í umræðuna Magnús Gylfason og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Maggi sagði að Yngvi hafi aldrei skorað 3 fyrir ÍBV fyrr en hann var orðinn Einherja leikmaður og Heimir svaraði:

„Hann hækkaði bara mjög mikið í verðgildi í þessum leik."

Tryggvi sem sjálfur er mjög markagráðugur vildi þó kvarta undan Yngva: „Hann var svolítið eigingjarn. Ég legg upp fyrsta markið, svo kemur kross þar sem ég er mættur á fjær eins og menn vita og segi honum að láta hann fara, en nei nei," sagði Tryggvi og Yngvi viðurkenndi að hafa verið gráðugur í dag.

Fyrsta markið var reyndar einkar skemmtilegt að hætti Messi og Suarez því Tryggvi tók vítaspyrnu og gaf á Yngva úr henni sem skoraði. En afhverju gaf hann?

„Því ég sá einhvern veginn skrifað í skýin að með þessu myndi ég koma af stað markaahrinu hjá Yngva. Þetta er eins og tómatsósu effectið, þetta kemur ekki lengi en loksins þegar það kemur..."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.

Fjársöfnun fyrir Abel
ÍBV er með fjársöfnun fyrir Abel. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029.

9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr

Athugasemdir
banner
banner