Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 06. apríl 2020 14:20
Elvar Geir Magnússon
Móðir Pep Guardiola lést af völdum kórónaveirunnar
Móðir Pep Guardiola, stjóra Manchester City, er látin af völdum kórónaveirunnar. Hún hét Dolors Sala Carrió og var 82 ára gömul.

Hún var búsett í Barcelona.

Manchester City tilkynnti um andlát hennar rétt í þessu og sendi samúðarkveðjur til Guardiola og fjölskyldu hennar.

Guardiola gaf í síðasta mánuði eina milljón evra til að berjast gegn faraldrinum á Spáni. Þá tók hann þátt í auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til þess að vera heima hjá sér.



Athugasemdir
banner
banner