Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 06. apríl 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moratti: Inter ætlar að reyna við Messi
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður í sögu Barcelona og jafnvel heimsins. Hann verður 33 ára í júní og eru sextán ár liðin síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barca.

Messi ræður framtíð sinni sjálfur og getur yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu ef hann kýs. Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter, telur sitt fyrrum félag vera tilbúið til að stökkva á Argentínumanninn knáa ef færi gefst.

„Ég held að Messi sé ekki alltof óraunhæft markmið. Ég er viss um að Inter mun reyna að krækja í hann," sagði Moratti.

„Ég veit ekki hvaða áhrif kórónuveiran mun hafa á leikmannamarkaðinn en ég held að við munum sjá furðulega hluti gerast fyrir árslok."

Moratti hefur alltaf haft miklar mætur á Messi og nokkrum sinnum reynt að fá hann til Inter án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner