Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. apríl 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Mögnuð frammistaða hjá Norwich
Pukki gerði þrennu.
Pukki gerði þrennu.
Mynd: Getty Images
Norwich færist nær endurkomu í ensku úrvalsdeildina með hverjum leiknum. Kanarífuglarnir léku sér að Huddersfield í kvöld.

Teemu Pukki kom Norwich á bragðið og eftir það var ekki aftur snúið. Pukki, Buendia, Cantwell og Dowell voru allir á skotskónum fyrir leikhlé og var staðan 5-0 í hálfleik.

Pukki bætti við sjötta markinu á 61. mínútu og Jordan Hugill gerði sjöunda markið áður en flautað var til leiksloka. Fleiri urðu mörkin ekki; Huddersfield niðurlægt á Carrow Road.

Ótrúlega góð frammistaða hjá Norwich sem er svo gott sem komið upp. Liðið er á toppnum með átta stiga forskot á Watford í öðru sæti og 17 stiga forskot á Brentford í þriðja sæti þegar sex leikir eru eftir.

Brentford á leik til góða á Norwich en Brentford gerði markalaust jafntefli við Birmingham í kvöld. Birmingham er í 21. sæti, sjö stigum frá fallsæti en Rotherham sem er í 22. sæti á fjóra leiki til góða á Birmingham. Rotherham getur farið upp fyrir Birmingham með því að vinna þrjá af þessum fjórum leikjum sínum.

Brentford 0 - 0 Birmingham

Norwich 7 - 0 Huddersfield
1-0 Teemu Pukki ('8 )
2-0 Teemu Pukki ('20 )
3-0 Emiliano Buendia ('23 )
4-0 Todd Cantwell ('29 )
5-0 Kieran Dowell ('42 )
6-0 Teemu Pukki ('61 , víti)
7-0 Jordan Hugill ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner