banner
   þri 06. apríl 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafði aldrei heyrt um Dagnýju en hún verður í uppáhaldi núna
Dagný Brynjarsdóttir samdi við West Ham í janúar.
Dagný Brynjarsdóttir samdi við West Ham í janúar.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur smellpassað inn í lið West Ham á Englandi.

Dagný hefur verið stuðningsmaður West Ham síðan í æsku en Twitter grínistinn Tómas Steindórsson er maðurinn á bakvið það að hún fór að styðja Hamrana.

Hún hefur spilað vel í fyrstu leikjum sínum fyrir félagið og átti flotta stoðsendingu í síðasta leik þegar West Ham vann 5-0 sigur gegn Reading.

Michelle Irons, stuðningskona West Ham, hrósaði Dagnýju fyrir hennar innkomu í samtali við vefsíðuna West Ham Zone.

„Ég hafði aldrei heyrt um Dagnýju Brynjarsdóttur áður en hún kom til West Ham en hún hefur byrjað vel og náð að aðlagast deildinni hratt. Hún spilar eins og hún hafi verið með okkur í mörg ár," sagði Irons.

„Hún er með gott vinnuframlag á miðjunni, hún er hávaxin og hættuleg í föstum leikatriðum. Ég sé fyrir mér að hún nái góðum árangri með okkur og reynist mikilvæg í jöfnum leikjum."

„Ég hef verið West Ham stuðningskona lengi og Dagný á eftir að vera í uppáhaldi hjá okkur."

Dagný hefur komið með íslenskan kraft inn á miðjuna hjá West Ham sem er í tíunda sæti af 12 liðum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner