Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. maí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Arsenal þarf sigur
Mynd: Getty Images
Það er mikil eftirvænting fyrir leiki kvöldsins í Evrópudeildinni þar sem Arsenal og Manchester United mæta bæði til leiks í undanúrslitum.

Arsenal tekur á móti Villarreal eftir 2-1 tap á útivelli á meðan Man Utd heimsækir Roma eftir stórsigur á Old Trafford fyrir viku.

Viðureign Arsenal og Villarreal er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, er við stjórnvölinn hjá Villarreal.

Rauðu djöflarnir eru með fjögurra marka forystu gegn Rómverjum en Ítalirnir hafa áður komið til baka eftir stórtap á útivelli.

Leikir kvöldsins:
19:00 Arsenal - Villarreal (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Roma - Man Utd (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner