Guðbjörg Gunnarsdóttir, markmaður Djurgårdens IF, er ennþá himinlifandi eftir 4-0 sigurinn á Skotum á föstudaginn var.
Hún segir tilfinninguna að hafa spilað leikinn verið góða og segir þetta einn besta leik sem landslið hefur spilað síðan hún kom í liðið.
Hún segir tilfinninguna að hafa spilað leikinn verið góða og segir þetta einn besta leik sem landslið hefur spilað síðan hún kom í liðið.
„Ótrúlega góð, það er erfitt að komast niður á jörðina eftir svona frammistöðu. Ég er búin að vera mjög lengi í landsliðinu og ég man ekki eftir því að við áttum svona góðan leik áður."
Liðið hefur ekki fengið á sig mark í undankeppninni og hrósar hún vörninni fyrir framan sig.
„Ég fékk varla á mig skot á móti Skotlandi. Það var meira að gera í markinu á móti Hvíta Rússlandi, fyrir utan vítið. Varnarleikurinn hefur aldrei verið svona góður."
„Það gefur manni sjálfstraust og manni finnst maður vera ósigrandi."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















