Íslenska landsliðið spilaði innbyrðis á heilan völl á æfingu í dag. Langt er síðan margir leikmenn í hópnum spiluðu leik og því var ákveðið að spila innbyrðis leik á æfingunni.
Reynt var að hafa umgjörðina líka alvöru leik en Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn ásamt aðstoðarmönnum.
Reynt var að hafa umgjörðina líka alvöru leik en Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn ásamt aðstoðarmönnum.
„Það verða oft læti þannig að við Helgi (Kolviðsson) viljum ekki fórna fésinu í það. Við fáum FIFA dómara í þetta," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur í bragði.
Heimir ætlaði að taka hálftíma fyrri hálfleik og ákveða síðan lengdina á síðari hálfleik í kjölfarið.
„Það er frí á æfingu á morgun og við ætlum að taka aðeins á því dag," sagði Heimir.
„Sumum vantar leikæfingu og það er gott að spila ellefu á ellefu þá. Við gerum það sjaldan á landsliðsæfingum."
Hér að ofan er viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















