Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júní 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brahim Diaz fær samning hjá Real Madrid
Mynd: EPA

Brahim Diaz er að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Real Madrid eftir að hafa leikið á láni hjá AC Milan síðustu þrjú tímabil.


Diaz, sem verður 24 ára í ágúst, skoraði 18 mörk og gaf 15 stoðsendingar í 124 leikjum með Milan. Hann varð Ítalíumeistari í fyrra eftir að hafa orðið Englandsmeistari með Manchester City, en hann yfirgaf City vegna alltof lítils spiltíma með aðalliðinu.

Diaz er sóknartengiliður sem getur einnig spilað á köntunum og verður hann partur af öflugum leikmannahópi Madrídinga á næstu leiktíð.

Carlo Ancelotti þjálfari er hrifinn af Diaz og gæti leikmaðurinn reynst mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingunni sem er að eiga sér stað innan herbúða Real Madrid.

Núverandi samningur Diaz við Real Madrid rennur út 2025 en nýi samningurinn mun gilda til 2027.


Athugasemdir
banner
banner
banner