Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brahim Diaz fær samning hjá Real Madrid
Mynd: EPA

Brahim Diaz er að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Real Madrid eftir að hafa leikið á láni hjá AC Milan síðustu þrjú tímabil.


Diaz, sem verður 24 ára í ágúst, skoraði 18 mörk og gaf 15 stoðsendingar í 124 leikjum með Milan. Hann varð Ítalíumeistari í fyrra eftir að hafa orðið Englandsmeistari með Manchester City, en hann yfirgaf City vegna alltof lítils spiltíma með aðalliðinu.

Diaz er sóknartengiliður sem getur einnig spilað á köntunum og verður hann partur af öflugum leikmannahópi Madrídinga á næstu leiktíð.

Carlo Ancelotti þjálfari er hrifinn af Diaz og gæti leikmaðurinn reynst mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingunni sem er að eiga sér stað innan herbúða Real Madrid.

Núverandi samningur Diaz við Real Madrid rennur út 2025 en nýi samningurinn mun gilda til 2027.


Athugasemdir
banner