Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. júlí 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Það eru fleiri leikmenn á leiðinni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík frumsýndi nýjan spænskan sóknarmann, Primo, í markalausa jafnteflinu gegn Stjörnunni í gær. Primo kom inn af bekknum og fékk sannkallað dauðafæri sem Haraldur Björnsson varði.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var spurður að því hvernig Primo hefur litið út á fyrstu æfingum?

„Hann er rétt nýkominn og kemur á tíma þar sem menn eru ekki að æfa mikið, það er bara 'recovery'. Þetta er strákur sem hefur skorað mikið í 3. og 4. deildinni á Spáni, það er rosalega sterk deild svo ég geri ráð fyrir því að hann styrki okkur," segir Túfa.

„Já það eru fleiri leikmenn á leiðinni. Ég á von á því að við fáum styrkingu með einum leikmanni um helgina eða eftir helgi. Það er ekki alveg klárt en ég á von á því að það gangi í gegn. Við þurfum að styrkja okkur, það er alveg klárt. Allir sem fylgjast með íslenskum fótbolta vita það."

Túfa segir að umræddur leikmaður sem Grindavík er nálægt því að landa sé sóknarleikmaður.
Túfa: Býð Jóa línuverði í mat ef þetta var rétt hjá honum
Athugasemdir
banner
banner