Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 20:54
Aksentije Milisic
England: Wycombe og Oxford í úrslitaleik umspilsins
Akinfenwa kom inn á í dag.
Akinfenwa kom inn á í dag.
Mynd: Getty Images
Oxford United 1-1 Portsmouth (5-4 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Marcus Harness ('38)
1-1 Ellis Harrison - sjálfsmark ('45)

Oxford United og Portsmouth áttust við í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í næst efstu deild á Englandi í dag.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 á heimavelli Portsmouth og það sama var uppi á tengingnum í dag. Marcus Harness kom gestunum yfir á 38. mínútu en Ellis Harrison skoraði sjálfsmark stuttu síðar.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Cameron McGeehan var skúrkurinn hjá Portsmouth en hann var eini leikmaðurinn sem klúðrari. Oxford fer því áfram í úrslitaleikinn en Portsmouth situr eftir með sárt ennið.
_______________________________________________________________________
Wycombe Wanderers 2 - 2 Fleetwood Town (Samanlagt 6-3)
0-1 Danny Andrew ('22)
1-1 Fred Onyedinma ('47)
1-2 Ched Evans - Víti ('59)
2-2 Fred Onyedinma ('90)

Í hinum undanúrslitaleiknum áttust við Wycombe og Fleetwood Town. Fyrri leikur liðanna endaði 4-1 fyrir Wycombe og því var strembið verkefni fyrir höndum hjá Fleetwood í kvöld.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og því samanlagt 6-3 og Wycombe mætir Oxford í úrslitaleik um hvaða lið kemst í Championship deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner