Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 06. júlí 2022 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Viðar Ari skoraði - Sigrar hjá Daníel og Guðlaugi
Noregur: Molde gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Honved
Mynd: Getty Images

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í æfingaleikjum dagsins.


Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Slask Wroclaw sem sigraði gegn Zalaegerszegi í Ungverjalandi á meðan Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði á bekknum í 1-0 sigri Schalke gegn Verl.

PAOK gerði þá jafntefli á útivelli gegn AZ Alkmaar en Ögmundur Kristinsson var ekki í byrjunarliðinu á meðan OH Leuven og Honved unnu á heimavelli.

Jón Dagur Þorsteinsson er nýlega genginn í raðir Leuven á meðan Viðar Ari Jónsson er samningsbundinn Honved.

Viðar Ari skoraði fjórða markið í sigri Honved gegn Nafta.

AZ Alkmaar 2 - 2 PAOK
0-1 A. Zivkovic ('5)
0-2 G. Kargas ('13)
1-2 V. Pavlidis ('27)
2-2 I. Griffith ('72)

Schalke 1 - 0 Verl
1-0 H. Matriciani ('48)

Zalaegerszegi 2 - 3 Slask Wroclaw

Burghausen - Dortmund II

Leuven 2 - 1 Beerschot 

Honved 4 - 0 Nafta
1-0 Boubacar Traore ('33)
2-0 Boubacar Traore ('42)
3-0 Boubacar Traore ('44)
4-0 Viðar Ari Jónsson ('85)

Að lokum spilaði Molde leik við Jerv í efstu deild norska boltans en Björn Bergmann Sigurðarson er fjarverandi vegna meiðsla.

Molde gerði jafntefli og er áfram í öðru sæti, þremur stigum eftir toppliði Lilleström.

Svekkjandi jafntefli fyrir Molde sem hefði komist einu stigi frá toppsætinu með sigri.

Molde 1 - 1 Jerv
1-0 D. Fofana ('51)
1-1 F. Schroter ('65)


Athugasemdir
banner
banner
banner