Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. júlí 2022 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna: Frábært mark Mead tryggði sigurinn
Tvöfalt aðsóknarmet
Mynd: EPA
Mynd: EPA

England 1 - 0 Austurríki
1-0 Bethany Mead ('16)


England tók á móti Austurríki í opnunarleik Evrópumóts kvenna og úr varð hörkuslagur.

Austurríki byrjaði leikinn vel en þær ensku tóku völdin snemma og skoraði Bethany Mead fyrsta markið á sextándu mínútu eftir frábæra sendingu frá Fran Kirby.

Mead gerði meistaralega að taka á móti boltanum og klára svo yfir markvörð gestanna. Boltinn rétt dreif yfir línuna áður en austurrískur varnarmaður sparkaði honum burt og tók smá tíma fyrir VAR herbergið að ganga úr skugga um að boltinn hafi farið innfyrir og að Mead hafi ekki verið í rangstöðu þegar sendingin fór af stað frá Kirby.

England var talsvert betra liðið út leikinn þó Austurríkiskonur hafi átt góðar rispur og reynt á Mary Earps, markvörð Englendinga, á lokakaflanum með góðu skoti utan teigs. Meira var þó ekki skorað og lokatölur 1-0.

England og Austurríki eru í riðli með Noregi og Norður-Írlandi.

Leikurinn í dag fór fram á Old Trafford þar sem rétt tæplega 70 þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með, sem er aðsóknarmet á kvennaleik á Englandi og á Evrópumóti.


Athugasemdir
banner
banner