mið 06. júlí 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Líður mjög vel í Kristianstad - „Þægilegt að geta talað íslensku"
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir er yngsti leikmaðurinn á EM í sumar en hún er að fara á sitt fyrsta stórmót fyrir Íslands hönd.

Amanda spilar með Kristianstad í Svíþjóð, en þar leikur hún undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur sem er einn færasti þjálfari okkar Íslendinga.

„Mér leist mjög vel á Kristianstad og er mjög sátt við að hafa skipt yfir. Mér líður mjög vel þarna. Elísabet er frábær þjálfari. Hún hefur klárlega hjálpað mér,” sagði Amanda.

Gott að geta talað íslensku
Það er annar íslenskur leikmaður í Kristianstad, Emelía Óskarsdóttir. Hún er á 16. aldursári en er þrátt fyrir það byrjað að spila með aðalliði Kristianstad. Amanda og Emelía búa saman í Svíþjóð.

„Hún er mjög efnilegur leikmaður. Við búum saman og erum fínar vinkonur. Hún er að standa sig mjög vel. Það er mjög gaman að búa með henni. Það er þægilegt að geta talað íslensku.”

Allt viðtalið er í spilaranum hér að neðan.
Amanda yngst á EM - „Ég sé alls ekkert eftir því"
Athugasemdir
banner
banner