Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. júlí 2022 16:45
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta verður ofboðslega erfitt verkefni"
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR mætir pólska liðinu Pogon Szczecin í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun en leikurinn fer fram á Stadion Miejski im. Floriana Krygiera-leikvanginum í Szczecin.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, ræddi um mótherjann í viðtali eftir 3-0 tap liðsins gegn Víkingi fyrir tæpri viku, en hann segir þetta gríðarlega sterkt lið.

„Okkur líst vel á það. Alltaf gaman að fara í Evrópukeppni en við vitum það að við erum að spila við gríðarlega sterkt lið og verður ofboðslega erfitt verkefni. Ef þetta var erfitt í dag (3-0 tapinu gegn Víkingi) þá held ég að við eigum eftir að finna fyrir því á fimmtudaginn næsta (á morgun)," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Rúnar hefur mikla trú á liði sínu en hann segir að liðið komi til með að liggja aftarlega og beita skyndisóknum.

„Við förum brattir inn í það verkefni með trú og reynum að verjast vel þar. Liggjum aftarlega á vellinum og beitum skyndisóknum, en við eigum eftir að skoða þá betur og höfum ekki haft tíma til þess enda mikið að gerast undanfarið. Við ætlum að leggja aðeins yfir þetta og sjá hvernig við ætlum að verjast gegn þeim," sagði hann ennfremur.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun en síðari leikurinn er 14. júlí á KR-vellinum.
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Athugasemdir
banner
banner