Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Hamren: Mun erfiðari leikur en margir halda
Ísland-Moldavía 16:00 á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég hlakka til leiksins á morgun. Ég býst við erfiðum leik. Moldavía hefur ekki unnið marga leiki en það er mjög erfitt að vinna þá. Þetta er mun erfiðari leikur en margir halda. Ég hreifst af þeim í síðasta leik gegn Albaníu á útivelli," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Moldavíu á morgun.

Moldavía vann Andorra 1-0 í júní en tapaði síðan 2-0 á útivelli gegn Albaníu. Moldavía skipti í kjölfarið um þjálfara en Semen Altman, yfirmaður knattspyrnumála þar í landi, tók sjálfur við liðinu.

„Þetta er í annað sinn í undankeppninni sem við mætum liði sem er með nýjan þjálfara. Það gerðist líka gegn Albaníu. Við höfum njósnað um þá hingað til í undankeppninni en nú er spurning hvort þeir hafi breytt skipulaginu eða hvað."

„Við þurfum að vera vel undirbúnir eins og gegn Albaníu. Við gerðum það vel og við þurfum að gera það sama á morgun. Til að ná góðum úrslitum þurfum við góða frammistöðu."


Sjá einnig:
Moldóvar hafa ekki unnið marga leiki - Eiga leikmann í Serie A
Athugasemdir
banner
banner
banner