Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. september 2021 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mætt aftur eftir tveggja ára fjaveru - „Sif er á góðum stað"
Icelandair
Sif Atladóttir
Sif Atladóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er aftur mætt í íslenska landlsliðshópinn eftir um tveggja ára fjarveru, Sif eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan.

Sif er 36 ára varnarmaður sem á að baki 82 A-landsleiki. Hún er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í Sif á fréttamannafundi í dag.

Sjá einnig:
Landsliðsþjálfarinn um Sif í apríl

Hver er hugsunin á bakvið valið á Sif á þessum tímapunkti?

„Sif er á góðum stað, hún er búin að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Hún er komin á þann stað að ég tel gott að taka hana inn á þessum tímapunkti og sjá það sjálfur hversu góð hún er. Ég tel að þetta hafi verið góður tímapunktur fyrir það," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir
banner