Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hawk-Eye biður Huddersfield og deildarsamtökin afsökunar - Jaðartilvik
Nakayama með skotið og boltinn fer allur yfir línuna.
Nakayama með skotið og boltinn fer allur yfir línuna.
Mynd: Getty Images
Mynd: FoxSports
Huddersfield kom boltanum yfir línuna gegn Blackpool á sunnudag en fékk ekki mark fyrir að ná því. Marklínutæknin klikkaði og dómarinn tók ekki ákvörðun um að dæma mark.

Huddersfield var þarna 0-1 undir gegn Blackpool og ef mark Yuta Nakayama hefði talið hefði staðan orðið jöfn þegar um hálftími var til leiksloka.

Sjá einnig:
Hræðileg helgi á Englandi - Marklínutæknin klikkaði í Huddersfield

Hawk-Eye, fyrirtækið sem sér um marklínutæknina, hefur beðið Huddersfield og ensku deildarsamtökin afsökunar á þessum mistökum.

Hawk-Eye segir að staðsetning leikmanna, stangarinnar og markmanns hafði áhrif á myndavélarnar og þær gátu ekki namið hvort boltinn hefði farið yfir línuna og sent skilaboð til dómarans að um mark hefði verið að ræða.

Sjö myndavélar eru við bæði mörkin og eru skilaboð send í úr dómara þegar tvær eða fleiri myndavélar nema að boltinn hafi allur farið yfir línuna. Tæknin hefur verið notuð í yfir 15 þúsund leikjum um heim allan síðan árið 2012.

„Við viljum fullvissa fótboltasamfélagiðum að þetta hafi verið óvenjulegur viðburður og jaðartilvik og við munum halda áfram að endurskoða staðlaðar verklagsreglur varðandi slík tilvik," segir í yfirlýsingu Hawk-Eye.

Atvikið í Huddersfield má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner