Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. nóvember 2019 22:20
Aksentije Milisic
Rodrygo næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í Meistaradeildinni
Yngsti Brasilíumaðurinn - Fullkomin þrenna
Mynd: Getty Images
Rodrygo Silva de Goes, 18 ára leikmaður Real Madrid, varð í kvöld næstyngsti leikmaður í sögunni til þess að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Á sama tíma varð hann yngsti Brasilíumaðurinn til þess að skora í Meistardeildinni.

Real Madrid kjöldróg Galatasaray í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeu í kvöld. Leikar enduðu með 6-0 sigri heimamanna.

Rodrygo skoraði fystu tvö mörkin og hefði getað náð enn einu metinu ef Sergio Ramos hefði gefið Rodrygo leyfi til að taka vítaspyrnu sem Real fékk eftir korter. Það hefði verið sneggsta þrenna í sögu Meistaradeildarinnar. Þrenna Rodrygo var 'fullkomin' en hann skoraði bæði með hægri fæti, vinstri fæti og með höfðinu.

Rodrygo er aðeins 18 ára og 301 daga gamall en metið er í eigu Raúl Gonzalez. Raúl náði þessum áfanga í treyju Real Madrid en þá var hann 18 ára og 113 daga gamall. Hann skoraði þrennu í leik gegn Ferencvaros. Í þriðja sæti er Wayne Rooney en hann skoraði þrennu gegn Fenerbache árið 2004 í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner