mið 06. nóvember 2019 20:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Brage í slæmri stöðu eftir fyrri leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brage 0 - 2 Kalmar

Brage tók á móti Kalmar í fyrri leik liðanna en leikið er um sæti í sænsku Allsvenskan á komandi tímabili. Liðin mætast í umspili en Brage endaði í þriðja sæti Superettan á meðan Kalmar var þriðja neðsta liðið í Allsvenskan,

Siglfirðingurinn og KA-maðurinn, Bjarni Mark Antonsson, er á mála hjá Brage og lék allan leikinn á miðjunni í kvöld.

Kalmar sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli Brage.

Kalmar er því í flottum málum fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á heimavelli Kalmar á sunnudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner