Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Arsenal gengur vel í samningsviðræðum við Albert Stuivenberg, aðstoðarþjálfara Mikel Arteta.
Stjórnendur Arsenal eru gríðarlega sáttir með þjálfarateymið sem starfar undir stjórn Arteta og þá sérstaklega með Stuivenberg sem er hans hægri hönd.
Stjórnendurnir telja það vera mikilvægt að semja við Stuivenberg og mun nýr samningur við hann gilda til júní 2027.
Samningurinn verður tilkynntur opinberlega á næstu vikum en undanfarna mánuði hefur Arsenal einnig gert samninga við ýmsa aðra lykilstarfsmenn félagsins.
Athugasemdir