Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 07. janúar 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa lánar Wesley til Brasilíu (Staðfest)
Aston Villa hefur lánað sóknarmanninn Wesley til Internacional í Brasilíu en um er að ræða tólf mánaða lánssamning.

Wesley var á láni hjá Club Brugge í Belgíu fyrri hluta tímabils en heldur nú til heimalandsins.

Aston Villa setti félagsmet þegar liðið opnaði veskið fyrir Wesley 2019 og spilaði hann 22 leiki á sínu fyrsta tímabili áður en hann meiddist.

Hann er samtals með fimm mörk í 25 leikjum fyrir Villa.

Internacional hafnaði í tólfta sæti brasilísku A-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir