Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. febrúar 2020 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birmingham með öflugan útisigur í Bristol
Úr leikum í kvöld.
Úr leikum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Bristol City 1 - 3 Birmingham
1-0 Jamie Paterson ('1 )
1-1 Scott Hogan ('23 )
1-2 Andreas Weimann ('30 , sjálfsmark)
1-3 Lucas Jutkiewicz ('90 )

Birmingham sótti góðan útisigur til Bristol í Championship-deildinni á Englandi í kvöld.

Jamie Paterson skoraði aðeins eftir 43 sekúndur og kom Bristol City yfir, en Birmingham náði að jafna sig af þeirri slæmu byrjun.

Scott Hogan, sem er í láni frá erkifjendunum í Aston Villa, jafnaði á 23. mínútu og komst Birmingham svo yfir með sjálfsmarki sjö mínútum síðar.

Staðan var 2-1 í hálfleik og nánast allan síðari hálfleikinn líka. Lucas Jutkiewicz innsiglaði sigur Birmingham í uppbótartíma.

Birmingham fer með þessum frekar óvænta sigri upp í 14. sæti. Bristol City er í sjötta sæti sem gefur þáttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner