Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 07. febrúar 2023 22:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus aftur á sigurbraut í deildinni - Vlahovic með stórleik
Mynd: EPA

Salernitana 0 - 3 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('26 , víti)
0-2 Filip Kostic ('45 )
0-3 Dusan Vlahovic ('47 )


Það hefur verið bras á Juventus á þessari leiktíð bæði innan sem utanvallar en liðið er í 10. sæti deildarinnar. Liðið vann þó góðan sigur á Salernitana í kvöld.

Juventus hafði ekki unnið í síðustu þremur leikjum í deildinni fyrir leikinn í kvöld en Dusan Vlahovic átti stórleik.

Vlahovic hefur verið að berjast við meiðsli eftir HM en hann hefur komið við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Hann var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð í kvöld.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og lagði upp mark á Filip Kostic rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Hann gerði síðan útum leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks með marki og gulltryggði 3-0 sigur liðsins.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner