Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. mars 2021 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi kaus í kosningunum í fyrsta sinn - Laporta næsti forseti
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Laporta verður aftur forseti Barcelona.
Laporta verður aftur forseti Barcelona.
Mynd: Getty Images
Argentíska stórstjarnan Lionel Messi kaus í forsetakosningunum í Barcelona í fyrsta sinn í dag.

Knattspyrnufélagið Barcelona var að kjósa sinn 42. forseta eftir Josep Maria Bartomeu og stjórn hans sagði af sér á síðasta ári. Bartomeu þótti ekki standa sig vel í starfinu og var hann handtekinn í síðustu viku.

Sjá einnig:
Fyrrum forseti Barcelona eyddi nóttinni í fangelsi

Joan Laporta, Victor Font og Toni Freixa börðust um stöðuna og var það Laporta sem vann kosninguna. Laporta var forseti Börsunga frá 2003 til 2010 og þekkir því stöðuna vel. Hans stærstu sigrar þegar hann var forseti síðast voru kaupin á Ronaldinho og ráðning Pep Guardiola sem þjálfara.

Hann fær núna verðugt verkefni. Fjárhagsstaða félagsins er ekki góð og Framtíð Messi hjá Barcelona er í miklum vafa en samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Messi er 33 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Barcelona. Hann er einn besti fótboltamaður sögunnar.

Laporta talaði fyrir því í kosningabaráttunni að Messi myndi fara ef einhver annar en hann yrði kosinn.

„Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosninguna þá verður Messi ekki áfram hjá félaginu. Ég á í góðu sambandi við hann og það er mikil virðing okkar á milli," sagði Laporta um argentíska snillinginn en hann fer núna beint í það að reyna sannfæra hann um að vera áfram.

Talið er að Jordi Cruyff, sonur Johan Cruyff, verði yfirmaður knattspyrnumála hjá Laporta.


Athugasemdir
banner
banner